Atvinnuauglýsing – Hafnarstarfsmaður

Kuldaboli leitar eftir öflugum starfskrafti á gámasvæði félagsins í Þorlákshöfn. Helstu verkerfni snúa að skráningu og utanumhaldi um gáma sem koma inn og út af svæði, hliðvarsla og önnur tilfallandi verkefni.
Leitað er að samviskusömum og drífandi einstaklingi sem hefur metnað fyrir að ná árangri í starfi og vinna með hópi öflugs samstarfsfólks. Viðkomandi þarf að búa bæði yfir þeim aga og frumkvæði sem þarf til að geta unnið hvort sem er sjálfstætt eða í teymi með öðrum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ýmsar skráningar
- Hliðvarsla
- Utanumhald um frystigáma á svæðinu
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Almenn tölvukunnátta
- Vinnuvélaréttindi kostur
- Samviskusemi og þjónustulund
- Stundvísi
- Hrein sakaskrá
Umsóknir ásamt ferlilskrá sendist á kuldaboli@kuldaboli.is fyrir 27. apríl.