Síðastliðinn laugardag hélt tónlistarhópur eldri borgara úr Þorlákshöfn, Tónar og trix ásamt hljómsveit, vel heppnaða tónleika í Versölum fyrir troðfullu húsi gesta.
Tilgangur tónleikanna var sá að vekja upp umræðu og berjast fyrir því að fá hjúkrunarheimili í bæinn. Staðreyndin er sú að eldri borgarar þurfa að flytjast í önnur bæjarfélög til að fá þá þjónustu sem þau þurfa á að halda þegar heilsunni hrakar.
Þema tónleikanna var ný íslensk tónlist og var mikil stemning á tónleikunum og skemmtu áhorfendur sér augljóslega mjög vel. Tónar og trix tóku skemmtilegar útgáfur á lögum Jónasar Sigurðssonar, Ásgeirs Trausta, Valdimars og fleiri þekktra tónlistarmanna.
Ljósmyndari Hafnarfrétta var að sjálfsögðu á staðnum og má hér sjá nokkrar myndir frá tónleikunum.
[nggallery id=1]