Mikil ásókn í nýtt hverfi í Þorlákshöfn

Síðasta fimmtudag fór fram Afgreiðslunefndarfundur byggingarfulltrúa þar sem öllum 9 raðhúsalóðunum í 1. áfanga nýrrar byggðar í Þorlákshöfn var úthlutað og um flestar lóðir sóttu fleiri en einn aðili. Um er að ræða lóðir í Norðurhrauni og á þessum 9 lóðum er gert ráð fyrir 32 íbúðum.

Alls bárust 16 umsóknir í þessar lóðir og var þeim úthlutað með fyrirvara um afhendingu 1. janúar en gatnagerð 1. áfanga í hverfinu á að ljúka um miðjan desembermánuð.

Niðurstöður úthlutunar má lesa á vefsíðu sveitarfélagsins.