Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og óskar eftir upplýsingum

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú atvikið sem átti sér stað í Þorlákshöfn síðastliðinn þriðjudag þegar dekk á hjóli Kristofers Óskars var losað með þeim afleiðingum að Kristófer féll á andlitið í götuna með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og hlaut hann stóran skurð á hökuna.

„Grunur leikur á að dekkið hafi verið losað af mannavöldun og má öllum vera ljóst hversu alvarlegt slíkt er,“ segir á vef lögreglunnar.

Málið er í rannsókn og eru þeir sem hafa upplýsingar um það hvattir til að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 444 2000.