golfvöllur2Á morgun, laugardaginn 5. október, verður haldið síðsumarmót GÞ á Þorláksvelli. Spilað verður eftir opnu Texas Scramble fyrirkomulagi og er mótsgjaldið 3.500 kr. á mann.

Forgjöf er fundin út með því að leggja saman grunnforgjöf beggja aðila og deila með 5. Ekki er hægt að fá hærri forgjöf en sem nemur forgjöf forgjafarlægri leikmannsins. Engin hámarksforgjöf. Athygli er vakin á því að forgjöf liða inn á golf.is kann að vera röng. Rétt forgjöf verður skrifuð á skorkort hvers liðs.

Ef lið eru jöfn að loknum 18 holum ræður punktafjöldi með forgjöf á seinni 9 holunum, ef enn er jafnt þá eru skoðaðar síðustu 6 holurnar, næst 3 og loks síðasta holan. Ef enn er jafnt ræður hlutkesti sigrinum.

Verðlaunin verða ekki af verri endanum en stærsta humarvinnsla landsins sem staðsett er í Þorlákshöfn sér um vinningana á þessu móti.
1. Sæti 2x 6 kg humar frá Ramma hf
2. Sæti 2x 4 kg humar frá Ramma hf
3. Sæti 2x 2 kg humar frá Ramma hf

Nándarverðlaun á 7. Holu og 12. Holu.
7. hola 2 kg humar frá Ramma hf (á leikmanninn sem á höggið)
12. hola 2 kg humar frá Ramma hf (á leikmanninn sem á höggið)