Kúhegri heldur sig nú á Hrauni í Ölfusi en kúhegri er sjaldgæfur fugl sem á heimkynni í hitabeltislöndum og tempruðum beltum jarðar. Það er Rúv.is sem greinir frá.
Fuglinn er 50 sentímetra hár með gulan gogg og gráar lappir. Yfirleitt fylgir kúhegrinn nautgripahjörðum þar sem hann lifir á að tína flugur og skordýr af stórgripum.