Ástvinir Þorvarðs Ragnars Þórarins og Sigrúnar Berglindar Ragnarsdóttur hafa ákveðið að stofna styrktarsjóð fyrir þau mæðginin. Varði, eins og hann er oftast kallaður, greindist með krabbamein í lifur í júní síðastliðnum og hefur hann og fjölskylda hans gengið í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð.
Eftirfarandi segir í texta frá ástvinum þeirra:
Hann Varði litli, Þorvarður Ragnar Þórarins, tveggja ára gamall frændi okkar greindist með krabbamein í lifur í júní sl. Hann og fjölskylda hans hafa síðan þá gengið í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð. Þau hafa tekist á við þetta verkefni af undraverðu æðruleysi og dugnaði, enda annað ekki í boði eins og móðir hans bendir á. Meðferðin hefur miðað að því að gera meinið skurðtækt og nú er þeim áfanga loksins náð. Æxlið í lifrinni verður vonandi fjarlægt þann 29. september. Í kjölfarið hefst eftirmeðferð og uppbyggingarferli. Það verður bæði langt og strangt ferli en eflaust tekið af sömu festu og fyrri verkefni.
Nú langar okkur ástvini Varða og Sigrúnar Berglindar móður hans til að létta þeim þetta verkefni með því að stofna styrktarsjóð. Sjóðnum er ætlað að koma til móts við kostnaðinn sem í vændum er, til dæmis vegna hjálpartækja, afþreyingar og ýmissa annarra kostnaðarliða sem óhjákvæmilega fylgja. Litlir baráttujaxlar eiga skilið allt það besta.
Hægt er að styðja Varða og Sigrúnu í þessari erfiðu baráttu með því að leggja inn pening á reikninginn hans Varða sem er 0150-05-060323 og kennitala 040613-2420. Margt smátt gerir eitt stórt.