Myndir úr fallegustu görðunum 2015

UmhverfisverðlaunÍ byrjun mánaðarins fjölluðum við hjá Hafnarfréttum um þá garða sem hlutu umhverfisverðlaunin í ár. Fimm garðar voru tilnefndir í þéttbýli og fjórir í dreifbýli. Hér að neðan má sjá umsagnir um garðana og myndir af vinningsgörðunum.

Þéttbýli

  • Eyjahraun 11: Jóhanna M Hjartardóttir og Ragnar M Sigurðsson.
    Stór og fallegur garður með fjölbreyttu tegundaúrvali. Skemmtilegt samspil á milli vatns og gróðurs.
  • Finnsbúð 9: Sigríður Sveinsdóttir og Sigurður Bjarnason
    Einstaklega fallegur, vel hirtur og snyrtilegur garður. Skemmtilegur og vel skipulagður. Aðkoman er mjög falleg. Um er að ræða garð í nýju hverfi sem er vel uppbyggður og snyrtilegur.
  • Hafnarberg 10: Ása Bjarnadóttir og Hannes Gunnarsson
    Fallegur garður með fjölbreyttum gróðri
  • Heinaberg 16: Halla Kjartansdóttir og Erlendur Jónsson
    Mjög snyrtilegur og vel hirtur garður.
  • Oddabraut 18: Agnes Guðmundsdóttir og Þórður Sveinsson
    Garðurinn er í gamla hverfinu og er flottur og vel snyrtur.

Ákveðið var að velja Finnsbúð 9 sem fallegasta garðinn í þéttbýli.


Dreifbýli

  • Bræðraból: Sigurbjörg Jónsdóttir og Rafn Haraldsson
    Mjög snyrtilegt og falleg aðkoma.
  • Gljúfur: Rósa Finnsdóttir og Jón Hólm Stefánsson
    Glæsileg aðkoma og flott bæjarstæði.
  • Klettagljúfur 11: Jóhanna Sigurey Snorradóttir og Árni Sveinsson
    Mjög fallegur og snyrtilegur. Þarna er nýr garður sem er í uppbyggingu og hefur tekist vel til.
  • Kotströnd II: Björg Halldórsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson
    Flottur garður með miklum og fallegum gróðri.

Ákveðið var að velja Klettagljúfur 11 sem fallegasta garðinn í dreifbýli.