Umhverfisverðlaun 2015

finnsbud9_gardur

Í byrjun sumars óskaði sveitarfélagið eftir tilnefningum frá íbúum um garða sem vert væri að veita viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og uppbyggingu.

Fimm garðar í Þorlákshöfn voru tilnefndir en þeir voru eftirfarandi: Finnsbúð 9, Heinaberg 16, Hafnarberg 10, Eyjahraun 11 og Oddabraut 18. Tillaga nefndarinnar er að veita Finnsbúð 9 viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn í Þorlákshöfn árið 2015 en þar búa Sigríður Sveinsdóttir og Sigurður Bjarnason. Um er að ræða garð í nýju hverfi sem er vel uppbyggður og snyrtilegur.

Fjórir garðar í dreifbýli voru tilnefndir en þeir voru: Bræðraból, Kotströnd 2, Klettagljúfur 11 og Gljúfur. Tillaga skipulags- byggingar- og umhverfisnefndar er að veita Klettagljúfri 11 viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn í dreifbýli árið 2015 en þar búa Jóhanna Sigurey Snorradóttir og Árni Sveinsson. Í fundargerð nefndarinnar kemur fram að þetta sé nýr garður sem er í uppbyggingu og hefur tekist vel til.

Við óskum þeim sem hlutu viðurkenningar í ár innilega til hamingju sem og þeim sem voru tilnefndir.