Íbúðalánasjóður á um 9% íbúða í Þorlákshöfn

thorlakshofn_ilsÍ minnisblaði sem Íbúðalánasjóður tók saman fyrir Hafnarfréttir þann 3. september sl. þá á sjóðurinn 46 íbúðir í Þorlákshöfn en alls eru um 520 íbúðir í bænum. Íbúðalánasjóður á því tæplega 9% allra íbúða í Þorlákshöfn.

Af þessum 46 íbúðum þá eru 10 í leigu, 34 í söluferli og unnið er að skráningu á þremur eignum. Allar þær 34 eignir sem eru í söluferli hafa verið skráðar á fasteignasölur og auglýstar um nokkurn tíma.

íbúðir í 815Íbúðirnar eru misjafnar en 19 þeirra eru einbýlishús, 4 íbúðir eru í fjölbýli, 12 eru raðhús og 11 tvíbýli.

Íbúðalánasjóður á því stóran hluta af öllum íbúðum í Þorlákshöfn en sjóðurinn hefur unnið að því að selja þessar eignir og á tímabilinu frá 1. janúar 2014 til 31. ágúst 2015 hefur Íbúðalánasjóður selt 13 eignir í Ölfusi.