Þórsarar gerðu sér ferð til Reykjavíkur í dag til að spila leik við ÍR í Seljaskóla. Leikmennirnir lögðu snemma af stað þar sem búið var að spá leiðinda veðri og var það rétt ákvörðun þar sem búið var að loka Þrengslunum og Hellisheiði kl. 14 í dag.
Leikurinn var jafn framan af og einkenndist af öflugum varnarleik og mikilli baráttu beggja liða. Þórsarar höfðu þó betur og sigruðu leikinn 75-80.
Vance Michael Hall var stigahæstur í liði Þórs með 16 stig, þar á eftir var Raggi Nat og Halldór Garðar með 14 stig hvor .
Eftir leikinn situr Þór í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig en liðið hefur sigrað sex af síðustu átta leikjum sínum.