Ansi áhugaverð þingsályktunartillaga um sjóðferðir með ferðamenn er komin fram í þinginu. Verði tillagan samþykkt opnast nýr möguleiki á ferðamennsku.
Tillagan gengur út á að gefa ferðamönnum kost á að fara í róður á strandveiðibátum og upplífa sjómennskuna á eigin skinni. Í greinagerð með tillögunni segir að hugmyndin lúti að því að boðið verði upp á nýja tegund afþreyingar fyrir ferðamenn þar sem tveir af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar verði tengdir saman, ferðaþjónusta og sjávarútvegur.
Ef af þessu verðu þá má sjá fyrir sér að slík ferðamennska gæti verið í boði í Þorlákshöfn. Við vonumst allavega til þess að einhverjir sjái tækifæri í þessu ef af þessu verður.