Þorlákshafnarbúinn Ólína Þorleifsdóttir hefur verið ráðin sem nýr aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Fjórir einstaklingar sóttu um stöðuna og eftir matsferli var ákveðið að ráða hana í starfið.
Ólína er öllum hnútum kunn í grunnskólanum en hún starfar í dag fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings en hún starfaði sem kennari í skólanum fyrir nokkrum árum. Ólína hefur einnig reynslu sem aðstoðarskólastjóri en hún sinnti þeirri stöðu í Kópavogsskóla áður en hún hóf störf hjá Skóla- og velferðarþjónustunni.
Ólína tekur við af Jóni H. Sigurmundssyni sem lætur af störfum eftir þetta skólaár.
Eftirfarandi einstaklingar sóttu um stöðuna:
- Hulda Kristjánsdóttir
- Íris Anna Steinarrsdóttir
- Katrín Ósk Þráinsdóttir
- Ólína Þorleifsdóttir