Þrátt fyrir rigningu seinustu daga þá er farið að styttast í sumarið í Þorlákshöfn. Eitt merki um það er þegar krakkarnir fara að stökkva í sjóinn við Herjólfsbryggjuna.
Í vikunni gerði hópur krakka sér ferð út á höfn til að stökkva í sjóinn og tók Ottó Rafn upp þetta skemmtilega myndband af krökkunum.
Við viljum minna alla á að fara varlega úti á bryggju, vera ekki lengi í sjónum í einu og vera alltaf með einhvern fullorðinn með sér. Einnig viljum við benda ofurhugum á að besti farvegurinn fyrir svona skemmtun er að ganga í unglingadeild björgunarsveitarinnar.