Jónas Sigurðsson sendi í síðustu viku frá sér nýtt myndband við lagið Þar sem malbikið svífur mun ég dansa. Um er að ræða nýja útgáfu af laginu sem kom fyrst út á samnefndri plötu árið 2007.
Lagið í þessu nýja myndbandi er lifandi upptaka Jónasar og Ritvéla framtíðarinnar frá tónleikaferðalagi þeirra í október 2015 í Frystiklefanum á Rifi, Græna Hattinum og á Café Rósenberg.
Jónas og Ritvélarnar leggja í tónleikaferðalag þar sem þau keyra hringinn í krinum landið og halda tónleika á sjö stöðum á sjö dögum. Fjarðarborg á Borgarfirði eystri 22. júlí – Félagsheimilið Hvammstanga 23. júlí, Menningarhúsið Berg á Dalvík 24. júlí, Félagsheimilið Brúarás 25. júlí, Mosskógur í Mosfellsdal 26. júlí, Félagsheimilið Gunnarshólmi í Landeyjum 27. júlí og Félagsheimilið Flúðum 28. júlí.
Hægt verður að kaupa nýútkomna plötu Jónasar á tónleikunum en hún inniheldur öll vinsælustu lög Jónasar ásamt lifandi upptökum og áður óútgefnu efni.
Þetta flotta myndband má sjá hér að neðan.
Þar sem malbikið svífur mun ég dansa er titill lags sem kom út á samnefndri plötu Jónasar árið 2007. Það hljómar hér þessu splunkunýja myndbandi í nýrri útgáfu sem er lifandi upptaka Jónasar og Ritvéla hans frá því í tónleikaferð þeirra í október 2015, nánar tiltekið í Frystiklefanum á Rifi, Græna Hattinum og á Café Rósenberg.
Síðar í þessum mánuði ætla Jónas og Ritvélarnar að leggjast í ferðalag þegar þau keyra hringinn í krinum landið og halda tónleika á 7 stöðum á 7 dögum. Miðasalan rauk af stað og er nú þegar búið að seljast upp á einhverja tónleikana, en viðkomustaðirnir eru þessir:
Fjarðarborg á Borgarfirði eystri 22. júlí – Félagsheimilið Hvammstanga 23. júlí – Menningarhúsið Berg á Dalvík 24. júlí – Félagsheimilið Brúarás 25. júlí – Mosskógur í Mosfellsdal 26. jlí – Félagsheimilið Gunnarshólmi í Landeyjum 27. júlí – Félagsheimilið Flúðum 28. júlí
Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar eru annáluð fyrir lifandi flutning á lögum og textum Jónasar en hann hefur gefið út þrjár plötur og hafa fjölmörg lög af þeim hlotið verðskuldaða athygli og mörg ratað hátt á vinsældarlista landsins.
Á tónleikunum verður hægt að kaupa nýútkomna plötu sem inniheldur öll vinsælustu lög Jónasar ásamt lifandi upptökum og áður óútgefnu efni, þar á meðal lagið sem hér heyrist.