Skipulags- byggingar og umhverfisnefnd Ölfuss samþykkti á fundi í síðustu viku að breyta lóðinni við hið svokallaða Eim hús að Hafnarskeiði 65 í verslunar- og þjónustulóð.
Fyrirspurn lá fyrir um stækkun á lóðinni eða afnotasvæði við lóðina undir smáhýsi fyrir gistingu. Ef hafnarsvæðið verður stækkað að þessum lóðarmörkum, munu þau mannvirki sem eru utan lóðarmarka á þeirri lóð sem fengist til tímabundinna afnota, fjarlægð.
„Samþykkt að heimila vinnu við breytingu á aðalskipulagi fyrir þetta svæði þannig að þarna geti verið verslun- og þjónustusvæði. Samhliða verði unnið deiliskipulag fyrir svæðið. Skipulagslýsingin fyrir aðalskipulag og deiliskipulagi fari í lögboðinn feril,“ segir í bókun nefndarinnar.