Humarvertíðinni er nú lokið en flestir bátar hættu veiðum í nóvember að undanskildum Jóni á Hofi ÁR. Hann veiddi út allan nóvember og endaði sem aflahæsti humarbátur Íslands 2016. Þetta kemur fram á vefnum Aflafréttir.
Ellefu bátar voru á humarveiðum í ár samanborið við fjórtán báta árið 2015. Af þessum ellefu bátum eru fimm sem gera út frá Þorlákshöfn.
Þinganes ÁR var nýr á humarveiðunum þetta árið og kom hann svo sannarlega sterkur inn. Hann var aflahæsti báturinn á nokkrum listum þangað til hann hætti veiðum í september.
Jón á Hofi endaði með 225 tonn í 58 löndunum og Þinganes þar á eftir með 219 tonn í 49 löndunum en þeir voru einu bátarnir sem fóru yfir 200 tonnin.
Sæti | Sæti áður | Nafn | Humarafli | Róðrar | Mest |
1 | 1 | Jón á Hofi ÁR | 225.1 | 58 | 11.1 |
2 | 2 | Þinganes ÁR | 218.8 | 49 | 9.2 |
3 | 3 | Fróði II ÁR | 181.5 | 48 | 10.5 |
4 | 4 | Þórir SF | 175.9 | 32 | 12.3 |
5 | 5 | Skinney SF | 161.5 | 33 | 14.3 |
6 | 6 | Brynjólfur VE | 131.2 | 38 | 10.8 |
7 | 7 | Drangavík VE | 126.5 | 31 | 13.7 |
8 | 8 | Friðrik Sigurðsson ÁR | 79.9 | 35 | 6.3 |
9 | 9 | Sigurður Ólafsson SF | 46.3 | 25 | 2.9 |
10 | 10 | Jóhanna ÁR | 32.5 | 21 | 3.5 |
11 | 11 | Maggý VE | 20.5 | 24 | 1.9 |