Þórsarar unnu góðan sigur á Egilstöðum í gærkvöldi þegar liðið heimsótti Hött heim í Domino’s deildinni í körfubolta. Lokatölur 71-80.
Jafnræði var með liðunum mestan part leiks en Þórsarar þó skrefi á undan. Þorlákshafnardrengirnir voru sterkari í loka fjórðungnum og kláruðu leikinn sannfærandi.
DJ Balentine og Emil Karel voru virkilega góðir í gær. Balentine skoraði 34 stig og Emil skoraði 23 stig. Þá var Óli Ragnar frábær varnarlega fyrir Þórsara en jafnframt gaf hann 6 stoðsendingar og tók 6 fráköst.
Mjög mikilvægur sigur Þórsara sem hafa nú unni tvo leiki í röð og eru þar með komnir úr fallsæti og sitja í 9. sæti deildarinnar. Næsti leikur Þórs er föstudaginn 8. desember á Akureyri gegn Þór A.