Knattspyrnufélagið Ægir stendur fyrir opnum fundi um möguleika á byggingu fjölnota íþróttahús/knatthús í Þorlákshöfn. Fundurinn verður haldinn kl: 12:00 (hádegisfundur), fimmtudaginn 24.maí í móttöku Black Beach Tours að Hafnarskeiði 17. Þorlákhöfn.
Verkís verkfræðistofa verður með erindi og kynningu á fundinum. En þeir hafa komið að hönnun margra knatthúsa / fjölnota íþróttahúsa á Íslandi og þekkja vel til í þessum efnum. Það hefur lengi verið draumur okkar í Ægi að við hér í Ölfusi gætum reist knatthús og/eða fjölnota íþróttahús. Það er nokkuð ljóst að öll aðstaða fyrir okkar iðkendur myndi stórbatna yfir erfiða vetrarmánuði og álag á núverandi íþróttahús samhliða minnka. Við erum ekki bara að hugsa um fótbolta þar sem svona hús myndi líka nýtast fyrir aðrar íþróttagreinar s.s. frjálsar, fimleika og golf svo eitthvað sé nefnt. Svona hús getur líka nýst sem frístundasvæði fyrir skólabörn og fyrir eldri borgara að koma saman og stunda heilsurækt við bestu aðstæður.
Við hvetjum því alla sem áhuga hafa á málefninu að kíkja við og fræðast um það sem er í gangi í þessum efnum. Við viljum bjóða sérstaklega velkomna fulltrúa þeirra framboða sem bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í Ölfusi 2018.
Knattspyrnufélagi Ægir