Sigmar Björgvin Árnason var í gær ráðinn sem nýr skipulags- og byggingarfulltrúi í Ölfusi. Ráðningarferlið var í höndum Capacent og sóttu alls 3 um starfið.
Sigmar er með BSc í byggingarfræði og hefur töluverða reynslu en hann starfar í dag sem byggingafulltrúi hjá Grindavíkurbæ og hefur gert það frá árinu 2008. Hjá Grindavíkurbæ var hann einnig umsjónarmaður þjónustumiðstöðvar bæjarins, vatns- og fráveitustjóri og sá um allar framkvæmdir bæjarins.
Þrír einstaklingar sóttu um stöðuna en það voru:
- Björn Guðmundsson
- Gunnlaugur Jónasson
- Sigmar Árnason