Á morgun, föstudaginn 28. september, hefja Ölfusingar titilvörn sína í Útsvarinu á RÚV. Árný, Hannes og Magnþóra verða öll á sínum stað þegar þau mæta nágrönnunum úr Grindavík.
Útsvarið verður með breyttu sniði í ár og þáttaröðin verður snarpari, sveitarfélög verða færri og þáttaröðin stytt. Þeim liðum sem unnið hafa Útsvarið síðastliðin 11 ár, komist í úrslit eða farið mjög nærri því verður boðið til keppni að þessu sinni. Einnig verða fjögur óhefðbundnari lið með í keppni, sem verður betur kynnt síðar.
Gunna Dís og Sóli Hólm verða áfram spyrlar þáttarins en Jón Svanur Jóhannsson er nýr aðaldómari og spurningahöfundur.
Íbúar Ölfuss eru hvattir til að mæta í sjónvarpssal og hvetja meistarana áfram. Útsending hefst kl 19:40 og mæting í Efstaleiti kl. 19:10.