Í kvöld á milli átta og níu mun franska skemmtiferðaskipið Le Champlain leggjast að í Þorlákshöfn en þetta er í annað skiptið sem skemmtiferðaskip kemur til Þorlákshafnar.
Skipið er í eigu franska útgerðafélagsins Ponant en skipið var smíðað Søvik í Noregi. Alls eru 92 káetur og svítur með einkasvölum í skipinu og rúmar það rúma 184 farþega og áhöfnin er 110 manns.
Mikil áhersla hefur verið á að fá skemmtiferðaskip til Þorlákshafnar á seinustu árum og var innganga hafnarinnar í Cruise Iceland árið 2014 framfararskref hvað það verkefni varðar. Einnig hafa verið gerðar miklar endurbætur á höfninni þannig að meðalstór og jafnvel stór skemmtiferðaskip geta lagst að bryggju.