Öllu starfsfólki trésmiðjunnar Fagus í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp störfum og munu þau, samkvæmt heimildum Hafnarfrétta, vinna uppsagnarfrestinn sem er í flestum tilfellum þrír mánuðir.
Trésmiðjan Fagus var stofnuð árið 1991 af þeim Hannesi Gunnarssyni, Guðlaugi Óskari Jónssyni, Gesti Sigþórssyni og Pétri Björgvinssyni, sem gekk út úr fyrirtækinu í kringum aldamótin.
Í ágúst 2020 seldu þeir fyrirtækið til Parka Interiors, sem hafa rekið fyrirtækið síðastliðin tvö ár en Fagus var eina starfandi innréttinga- og hurðaframleiðsluverkstæðið á Suðurlandi.
Forsvarsmenn Parka Interiors hafa ekki svarað fyrirspurnum Hafnarfrétta um málið.