Vinningshafar í Hryllingssögukeppni Þollóween 2024

Í tengslum við Skammdegishátíðina Þollóween var haldin Hryllingssögukeppni meðal nemenda í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Þrjár sögur hlutu viðurkenningu að þessu sinni.

Í 3. sæti er Hryllingssaga en þar eru höfundarnir tveir og mjög gaman að sjá svo góða samvinnu. Sagan er einnig fallega myndskreytt. Höfundar eru Nóel Máni Sindrason og Þórdís Ragna Bjarkardóttir. Þau eru nemendur í 4. bekk.

Í 2. sæti er sagan Hauslausi barnaræninginn eftir Maren Sif Vilhjálmsdóttur. Hún er nemandi í 7. bekk.

Í 1. sæti er sagan Dularfulla hvarfið eftir Lilju Snædísi Marteinsdóttur. Hún er nemandi í 7. bekk.

Hafnarfréttir óska vinningshöfum innilega til hamingju með þessar frábæru sögur. Það er ljóst að mikið er af efnilegum rithöfundum í skólanum. Dómnefnd valdi úr fjölmörgum skemmtilegum sögum sem bárust og hvetur hún alla nemendur til að halda áfram að skrifa sögur.