Hafnarfréttir gefa lesendum nú kost á því að velja Ölfusing ársins 2024. Hver finnst þér að ætti að hljóta þann heiður og hvers vegna?
Hér er hægt að kjósa Ölfusing ársins.
Aðeins verður tekið við tilnefningum í gegnum þennan hlekk en ekki á samfélagsmiðlum eða með tölvupósti.
Skilafrestur tilnefninga er til 31. desember 2024 og úrslitin verða kunngjörð 6. janúar 2025 hér á vef Hafnarfrétta.
Hjónin Gísli Eiríksson og Þórunn Jónsdóttir hlutu nafnbótina fyrst árið 2022 en á síðasta ári var það Ása Berglind Hjálmarsdóttir sem varð fyrir valinu.