Olga Lind í U19 landsliðið gegn Skotlandi

Á Facebooksíðunni Selfoss fótbolti var tilkynnt síðastliðinn föstudag að Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hafi valið Olgu Lind Gestsdóttur í hóp Íslands fyrir vináttuleiki gegn Skotlandi í febrúar.

Ísland mætir Skotlandi 20. og 23. febrúar á Broadwood Stadium í Cumbernauld, Skotlandi.

Olga Lind skrifaði fyrr í vetur undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Selfoss. Hún hefur verið að stíga stór skref sem leikmaður á undirbúningstímabilinu og bætt sig mikið á stuttum tíma.

Hafnarfréttir óska Olgu Lind til hamingju með þetta og gaman verður að fylgjast með henni áfram í boltanum.