Thor landeldi ehf. hefur fengið rekstrarleyfi til seiða- og matfiskeldis á laxi, bleikju og regnbogasilungi við Þorlákshöfn með hámarkslífmassa 13.150 tonn. Leyfið felur í sér skilyrði um búnað til að koma í veg fyrir að fiskur sleppi úr eldiskerjum og frárennsli. Eldisvökvinn er hreinsaður í tveimur þrepum: fyrst með grófrist til að fjarlægja stærri agnir og síðan með tromlusíu til að hreinsa smærri agnir. Þessi búnaður tryggir að líkur á stroki úr eldinu eru óverulegar.