Jólaskókassi Kiwanisklúbbsins Ölvers kominn í sölu

Kiwanisklúbburinn Ölver hefur nú hafið hina árlegu sölu á Jólaskókassanum. Um er að ræða 13 gjafir í kassa sem geta auðveldað barnafólki lífið í desember. Verðið hefur lækkað milli ára og allur ágóði rennur til árlegrar útivistarferðar Kiwanisklúbbsins Ölvers með 8. og 9. bekk Grunnskólans í Þorlákshöfn í Þórsmörk og Landmannalaugar. Verkefnið fékk viðurkenningu fyrir athyglisverðasta styrktarverkefni Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar á síðasta starfsári.

Hægt er að panta Jólaskókassa með því að smella á þennan hlekk.