Undir 20 ára landslið Íslands er komið í 8-liða úrslit á Evrópumóti A-landsliða eftir stórsigur á Svíþjóð 39-73 fyrr í dag.
Mótið fer fram á Kýpur þar sem sterkustu landslið Evrópu skipuðum leikmönnum yngri en 20 ára taka þátt. Að sjálfsögðu á Þorlákshöfn fulltrúa í liði Íslands en Halldór Garðar Hermannsson leikur með liðinu og Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari liðsins.
Halldór Garðar átti flottan leik gegn Svíþjóð í dag en hann skoraði 7 stig og gaf 4 stoðsendingar á þeim rúmum 25 mínútum sem hann spilaði.
Í 8-liða úrslitum mætir Ísland sigurvegaranum úr leik Ítalíu og Ísraels sem fram fer síðar í dag.