Í kvöld, föstudag, fer fram fyrsti heimaleikur Þórs í Dominos deildinni í körfubolta. Sterkt lið Stjörnunnar mætir í Icelandic Glacial höllina og hefst leikurinn klukkan 19:15.
Baldur Þór, fyrirliði Þórs, er fullur tilhlökkunar fyrir leiknum og segir stemninguna í liðinu góða. „Stemningin í liðinu er mjög góð og menn eru klárir að leggja allt í þetta gegn Stjörnunni kvöld.“
Meiðsli hafa hrjáð nokkra leikmenn Þórs á undirbúningstímabilinu og nú síðast var það Emil sem handarbrotnaði. „Töluvert hefur verið um meiðsli í liðinu en við misstum Emil í handarbrot á æfingu í fyrradag og nokkrir aðrir eru að eiga við eitthvað smávægilegt en það verður bara teipað menn klára og allt skilið eftir á gólfinu í kvöld,“ segir Baldur Þór sem sem vill sjá fólk fjölmenna í Icelandic Glacial höllina.
„Ég vil fá brjálaða stemningu í stúkuna og heimta trommur á leikinn því nú þarf að gera allt brjálað!“