Ægismenn töpuðu 3-4 fyrir Kára síðastliðinn föstudag en það var seinasti heimaleikur liðsins á þessu tímabili.
Allt stefndi í stórsigur Ægis en liðið komst í 3-0 eftir 23 mínútur. Fyrsta markið kom frá Darko Matejic á 6. mínútu og á 14. mínútu skoraði Jonathan Hood úr víti. Darko Matejic bætti svo þriðja markinu við á 23. mínútu. Ægismenn voru mjög sannfærandi í fyrri hálfleik en á 29. mínútu minnkaði Alexander Már Þorláksson muninn. Staðan var því 3-1 þegar liðin gengu til hálfleiks.
Gestirnir mættu ákveðnir í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk á 10 mínútna kafla. Ægismenn reyndu að sækja eftir þetta en tókst ekki að koma boltanum í netið. Lokastaðan því 3-4.