Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson og Ritvélarnar hafa sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið “Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá”. Lagið er líklega það pólitískasta sem Jónas hefur sent frá sér og tekur sterka afstöðu. Lagið var upphaflega flutt á mótmælum á Austurvelli 3.nóvember 2014.
Innihald og skilaboðs lagsins ættu ekki að fara framhjá neinum. Þeim er þó ekki beint sérstaklega gegn núverandi valdhöfum þó það virðist eiga ótrúlega vel við um þessar stundir. Lagið er innblásið af lýðskrumi, blekkingum og sérhagsmunapólitík sem við höfum lifað við allt of lengi á Íslandi. Hugarfar sem sprakk í andlitið á okkur sem þjóð við bankahrunið og virðist því miður vera ástand sem okkur gengur erfiðlega að sigla út úr.
Það er þó von sem skín í gegnum textann. Von um það að einn daginn, þegar lýðskruminu lægir, þá munum við sjá gegnum þokuna. Sjá sannleikann og verða meðvituð um það hvað ákveðin öfl í samfélaginu okkar hafa raunverulega skilið eftir sig. Af ávöxtum þeirra munum við þá þekkja þá.
Jónas samdi bæði lag og texta en hann ætlar að gefa landsmönnum lagið frítt inn á tónlist.is fram á mánudaginn 16. febrúar. Lagið má nálgast hér. Textann við lagið má lesa hér að neðan.
Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá
Löggæslumaður lýðskrumssinna
Tollheimtumaður tískunnar
Telur með vökulu auga aurana
óð út á meðal alþýðunnar
Slúðri hlóð í skambyssuna
Gróf undan sannleikanum
Leynilega…
Þessi verslar í vitfirringabúðinni
Kjósum hann!
Er hvorki týpa né varíant
Kjósum hann!
Missti enga muni í þessu svokalla hruni
Kjósum hann!
Hann er úr gulli þessi kálfur,
en þessi skítur er ekki að fara að moka sig sjálfur
Í aldingarðinum forfeðrar manns
af skilningsávöxtum neyttu
Földu nekt sína og samkomulaginu breyttu
Þeir sem heima sitja hungurmorða spyrja sig í kvöld
“Hvað eiga börnin mín í borða?”
„Skelltu í pottinn graut, þetta er allt á réttri braut”
hvíslar kálfurinn
með silfurslegnum orðaforða.
Þessi verslar í vitfirringabúðinni…
AF ÁVÖXTUNUM SKULUÐ ÞIÐ ÞEKKJA ÞÁ
AF ÁVÖXTUNUM SKULUÐ ÞIÐ ÞEKKJA ÞÁ
AF ÁVÖXTUNUM SKULUÐ ÞIÐ ÞEKKJA ÞÁ
AF ÁVÖXTUNUM SKULUÐ ÞIÐ ÞEKKJA ÞÁ
AF ÁVÖXTUNUM
AF ÁVÖXTUNUM
ÁVÖXTUNUM
ÁVÖXTUNUM
Á VÖXTUNUM
Á VÖXTUNUM
VÖXTUNUM
VÖXTUNUM
Þessi verslar í vitfirringarbúðinni