golfvöllurDagana 24. – 27. júní nk. verður Meistaramót GÞ haldið á golfvellinum í Þorlákshöfn. Í ár verður keppt í fimm flokkum en þeir eru eftirfarandi:

  • Meistaraflokkur karla – 72 holur
  • Meistaraflokkur kvenna – 54 holur
  • 1. flokkur karla – 54 holur
  • 2. flokkur karla – 54 holur
  • 55 ára og eldri karla – 27 holur

Frjáls rástímaskráning er á miðvikudag og fimmtudag en leikmenn skulu spila að lágmarki 2 saman. Föstudag og laugardag er raðað í holl eftir flokkum og byrjað að ræsa kl. 13:00. Skráning er hafin á golf.is og eru kylfingar hvattir til að skrá sig sem fyrst svo hægt sé að áætla fjölda á lokahófi.

Verðlaunaafhending og matur verður kl. 19 á laugardagskvöldið í golfskála GÞ.
Þátttökugjald með kvöldverði er einungis kr. 5000.-