Til stendur að móta framtíðarstefnu fyrir sveitarfélagið og óskar Ölfus því eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í því verkefni. Þeir einstaklingar sem hafa áhuga munu taka þátt í stýrihóp sem mun halda utan um kynningarátak á Þorlákshöfn þar sem ætlunin er að sjá sveitarfélagið vaxa með auknum íbúafjölda og fjölbreytileika.
Það er von sveitarfélagsins að með þessu sameiginlega átaki íbúa fái reynsla og þekking þeirra á sveitarfélaginu fangað kjarnann í þeim fjölmörgu þáttum sem gera Ölfusið að góðum stað til að búa á.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari vinnu er bent á að skrá sig fyrir 1. júlí hjá menningarfulltrúa Ölfuss um netfangið barbara@olfus.is eða í síma 8636390.