Íbúar Sveitarfélagsins Ölfuss eru í dag 2.157 talsins samanborið við 2.106 árið 2017. Þjóðskrá Íslands birti á dögunum þessar tölur.

Þar má sjá að íbúum sveitarfélagsins fjölgaði um 51 eða sem nemur 2,4% íbúaaukningu.

Undanfarin ár hefur íbúum Ölfuss farið fjölgandi jafnt og þétt og í júní árið 2016 var slegið met í íbúafjölda þegar talan fór yfir 2.000.

Fyrir það höfðu íbúar í Ölfusi mest verið 1.997 manns en það var árið 2009. Eftir 2009 fækkaði íbúum töluvert og voru þeir komnir niður í 1.885 manns árið 2014.