Styrmir Snær stimplaði sig inn í fámennan hóp í gærkvöldi

Styrmir Snær Þrastarsson, skoraði 22 stig í gær í þriðja leik Þórsara við Stjörnuna. Þetta var í fjórða skiptið í þessari úrslitakeppni sem Styrmir skorar um og yfir 20 stig í einum og sama leiknum.

Þrír aðrir táningar hafa náð þessum árangri í sögu úrslitakeppnarinnar, þeir Martin Hermannsson, Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson. Ekki ónýtur félagsskapur það.

Í gær var Styrmir Snær með 70 prósent skotnýtingu, 22 stig, auk þess að taka 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar.
Styrmir Snær skoraði yfir tuttugu stig í tveim leikjum í einvíginu á móti Þór Akureyri, og hefur gert annað eins í síðustu tveim leikjum í einvígi Þórs og Stjörnunnar.

Oftast yfir tuttugu stig hjá táningi í einni úrslitakeppni
Martin Hermannsson, 6 sinnum með KR árið 2014
Logi Gunnarsson, 5 sinnum með Njarðvík árið 2001
Jón Arnór Stefansson, 4 sinnum með KR árið 2002
Styrmir Snær Þrastarson, 4 sinnum með Þór Þorlákshöfn árið 2021