Kosið verður í Versölum – Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn.
Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.
Hægt að kjósa í íbúakosningunni um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn á sama tíma og kjörfundur vegna Alþingiskosninga fer fram.
Vakin er athygli á því að kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkum með mynd.