Maðurinn sem fannst þungt haldinn í Gufunesi í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum hét Hjörleifur Haukur Guðmundsson. Hann var 65 þegar hann lést og var búsettur í Þorlákshöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Alls sæta sjö aðilar, fjórir karlmenn og þrjár konur, gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hafnarfréttir færa aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.