Sveitarfélagið mælir ekki með lengri opnunartíma Víking Pizza

vikingpizza01Fyrir fundi bæjarráðs Ölfuss á dögunum lá beiðni frá sýslumanninum á Selfossi um umsögn sveitarfélagsins á umsókn Friðborgar Hauksdóttur þar sem hún óskar eftir lengingu opnunartíma Víking Pizza í Þorlákshöfn.

Óska þau eftir að fá breytingu á veitingaleyfi sínu úr flokki II yfir í flokk III sem er umfangsmikill áfengisveitingastaður með opnunartíma til klukkan 01.00 á virkum dögum og til 03.00 um helgar.

Fyrir fundinum lá afstaða hluta nágranna sem ekki vilja lengri opnunartíma veitingastaðarins. Sveitarfélagið samþykkti samhljóða að mæla ekki með lengri opnunartíma þar sem veitingastaðurinn er í mikilli nálægð við íbúðahverfi.