Starfsmenn óskast í fjórar stöður hjá sveitarfélaginu

dólusAuglýst er eftir starfsfólki í þrjár mismunandi stöður hjá sveitarfélaginu um þessar mundir. Um er að ræða ræða starfsmann í Þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk, heimilisfræðikennara í grunnskólann og starfsmann við heimaþjónustu og dagdvöl.

  • Starfmaður óskast til starfa í Þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk að Selvogsbraut 1. Um er að ræða 80%  tímabundið starf í vaktarvinnu vegna forfalla. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Hlutverk starfsfólks í búsetu er fyrst og fremst fólgið í því að aðstoða og styðja íbúa í daglegu lífi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn E Þorsteinsdóttir forstöðuþroskaþjálfi  selvogur@olfus.is eða í síma 483 3844. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofum eða á heimasíðu www.olfus.is og skal umsóknum skilað fyrir 25. október nk.
  • Grunnskólinn í Þorlákshöfn óskar eftir að ráða heimilisfræðikennara í tímabundið starf vegna forfalla. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veita Halldór Sigurðsson, skólastjóri halldor@olfus.is og Jón H. Sigurmundsson, aðstoðarskólastjóri jon@olfus.is eða í síma 480-3850. Upplýsingar um skólastarfið eru einnig á heimasíðu skólans: http://skolinn.olfus.is.
  • Starfsmaður óskast í 75% starf við dagdvöl og heimaþjónustu. Vinnutími er frá kl. 09:00 – 16:00 alla virka daga. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs vegna fæðingarorlofs. Laun eru skv. kjarasamningi FOSS. Markmið félagslegrar heimaþjónustu og dagdvalar er að stuðla að og styðja notanda þjónustunnar til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 483-3614. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofum eða á heimasíðu www.olfus.is og skal umsóknum skilað fyrir 1. nóvember nk.
  • Sveitarfélagið Ölfus auglýsir starf hafnarstjóra Þorlákshafnar laust til umsóknar. Leitað er að víðsýnum og reynslumiklum stjórnanda sem hefur áhuga og þekkingu á samgöngu- og sjávarútvegsmálum. Hafnarstjóri er starfsmaður hafnarstjórnar, er hafnsögumaður og jafnframt leiðsögumaður við Suðurströndina. Auk ofangreindra verkefna gengur hann í öll störf hafnarinnar ef með þarf, þar með talið að vera á bakvakt og sinna útköllum vegna brýnna verkefna sem upp kunna að koma. Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Ráðum,www.radum.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Erla Björgvinsdóttir, hildur@radum.is, í síma 519 6770. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.