Stjórn Íbúðalánasjóðs búin að samþykkja skuldaniðurfellingu Elliða

manabraut01Stjórn Húsnæðissamvinnufélagsins Elliða hefur á seinustu árum unnið í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Í desember síðastliðnum skrifuðu búseturéttarhafar undir viðauka við búseturéttarsamning sinn sem auðveldaði stjórninni að fá skuldaniðurfellingu hjá Íbúðalánasjóði.

Málefni Elliða voru samþykkt í lánanefnd og stjórn Íbúðalánasjóðs núna í janúar. Valur Rafn Halldórsson stjórnarformaður Elliða segir að nú sé einungis beðið eftir svari frá velferðarráðuneytinu og Ríkisendurskoðun.

valur_rafn
Valur Rafn, stjórnarformaður Elliða

„Við sjáum strax að mikill áhugi er meðal almennings að þetta fari í gegn hjá stjórnvöldum. Við erum nú þegar komin með áhugasama kaupendur af þeim fimm búseturéttum sem við munum setja í sölu þegar þessi mál leysast. Þeir íbúar sem eru í íbúðunum fá að sjálfsögðu forkaupsrétt af þeim búseturéttum ef þeir hafa áhuga á því,“ segir Valur Rafn að lokum.