Þorlákshöfn komið í 4G samband hjá Símanum

4gnet_014G samband hjá Símanum er nú komið í Þorlákshöfn og geta þá íbúar og gestir Þorlákshafnar með símtæki sem styður 4G komist í háhraða net hvar sem er í bæjarfélaginu.

Samanborið við 3G netið þá er 4G þrefalt hraðvirkara hið minnsta og ná allir 4G sendar Símans 150 Mbps hraða.

4G farsímanet Símans nær nú til 82,5% landsmanna og hefur vaxið hratt undanfarið. Til stendur einnig að efla netsamband á sjó og verður 4G langdrægt Símans sett upp umhverfis landið á næstu átján mánuðum. Sjómenn í Þorlákshöfn munu því einnig njóta góðs af þessari þróun.