Hæ, hó og jibbí jei – 17. júní Hátíðarhöld í Þorlákshöfn

17 juni_0016Það var virkilega gott veður var um helgina í Þorlákshöfn en eftir svona helgi er oft erfitt að mæta til vinnu. Við getum þó huggað okkur við það að á morgun er 17. júní  og mun Fimleikadeild Þórs sjá um hátíðarhöldin í Þorlákshöfn þann dag.

Hér að neðan má sjá 17. júní hátíðardagskrána í Þorlákshöfn

9:00      Íslenski fáninn dreginn að húni.
10:30    Skrúðgarðurinn: Leikir og fjör í umsjón fimleikastelpnanna í T1.  Allir aldurshópar velkomnir!
13:00    Skrúðganga frá grunnskólanum.  Lúðrasveit Þorlákshafnar leiðir gönguna undir stjórn Róberts Darling.
13:30    Hátíðardagskrá í Skrúðgarði

  • Lúðrasveit Þorlákshafnar
  • Ávarp bæjarfulltrúa
  • Hátíðarræða: Aðalsteinn Jóhannsson
  • Ávarp fjallkonu
  • Gói skemmtir ungum sem öldnum
  • Berglind María syngur nokkur lög
  • Danshópurinn Ground Zero sýnir dans

14:30-16:30   Kaffisala í Versölum
17:00    Fimleikasprell í íþróttamiðstöð, fjör fyrir alla í umsjón fimleikastelpnanna í T1

Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga hefur oft verið þekktur fyrir misgott veður en það er ekkert víst að svo verði í ár. Fimleikadeildin vill samt sem áður benda fólki á að fylgjast með með á www.olfus.is eða facebook síðunni „Íbúar í Þorlákshöfn“ hvort hátíðarhöldin verði færð inn vegna veðurs.

Við hjá Hafnarfréttum munum að sjálfsögðu líka fylgjast með og auglýsa breytingar á dagskrá ef einhverjar verða.