Sterkasta kona Íslands úr Þorlákshöfn

Sterkasta kona ÍslandsÍ gær fór fram keppnin Sterkasta kona Íslands í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn og var það Jóhanna Eivinsdóttir úr Þorlákshöfn sem vann keppnina og var krýnd Sterkasta kona Íslands árið 2015 en hún vann keppnin einnig árið 2009.

Alls voru 14 keppendur skráðir til leiks en keppt var í fjórum greinum en þær voru uxaganga, sandpokaburður, drumbalyfta og réttstöðulyfta.

Keppnin var hörð og réðust úrslit ekki fyrr en í loka greininni sem var réttstöðulyfta. Fyrir þá grein var Jóhanna í þriðja sæti og tvíbætti hún Íslandsmet sitt í þeirri grein og lyfti 205 kg. Með þessum árangri fór hún upp í fyrsta sæti.

Jóhanna endaði því í fyrsta sæti, í öðru sæti var Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir og í þriðja Lilja B. Jónsdóttir.