Varði fékk gjafir frá sjúkraflutningamönnum

vardi01Félag sjúkraflutningamanna á Suðurlandi gefur árlega gjafir um jólin til tveggja langveikra barna. Gjöfin er ágóði úr árlegri dagatalssölu sjúkraflutningamannanna.

Þorvarður Ragnar Þórarins Sigrúnarson fékk veglega gjöf frá félaginu rétt fyrir áramót. Sjúkraflutningamennirnir Urður Skúladóttir og Þórir Tryggvason færðu fjölskyldunni 250 þúsund króna peningagjöf ásamt gjöfum fyrir fjölskylduna frá Bónus, Nettó, Fjallkonunni sælkerahúsi, Gallerí Ozone, Tryggvaskála, Bylgjum og börtum, Björgunarfélagi Árborgar og Íslandsbanka.

Þorvarður Ragnar eða Varði eins og hann er gjarnan kallaður, greindist með illkynja æxli í lifur í júní síðastliðnum þegar hann var nýorðinn tveggja ára. Vegna stærðar æxlisins var ekki hægt að skera það strax og hófst þá gríðarlega ströng og kröftug lyfjameðferð í rúma þrjá mánuði. Varði fór síðan í skurðaðgerð 5. október sem gekk mjög vel og var helmingur lifrarinnar fjarlægður og engin merki um frekari útbreiðslu meinsins.

Síðustu lyfjameðferð Varða lauk á Þorláksmessu og hefur hann verið ótrúlega brattur í gegnum þetta langa og krefjandi verkefni.

Hafnarfréttir vilja benda á að styrktarreikningur Varða er enn opinn og er hægt að styðja Varða og Sigrúnu í þessari erfiðu baráttu með því að leggja inn pening á reikninginn hans sem er 0150-05-060323 og kennitala 040613-2420.