Ölfus stingur af og trónir á toppnum

Allir lesaSveitarfélagið Ölfus trónir á toppnum í landsleiknum Allir lesa og er meðallestur á íbúa rúmar 12 klukkustundir. Í öðru sæti er Hveragerðisbær en bæði sveitarfélögin eru aðilar að Bókabæjunum austanfjalls en það er klasi samstarfsaðila sem tengjast bókum, menningu og ferðaþjónustu á svæðinu. Það má velta fyrir sér hvort það samstarf hafi leitt til meiri bókalesturs í þessum sveitarfélögum.

„Nóg er enn eft­ir af keppn­inni sem lýk­ur þann 21. fe­brú­ar og ljóst að fyrr­um lestr­ar­meist­ar­ar í Vest­manna­eyj­um verða að gefa í til að hafa roð við Ölfus­ing­um. Enn eru kon­ur yfir 70% les­enda vefs­ins all­ir­lesa.is en marg­ir telja karl­menn lesa öllu meira af blöðum og tíma­rit­um en bók­um og út­skýri það kynja­hall­ann í keppn­inni,“ seg­ir í til­kynn­ing­u frá forsvarsmönnum átaksins.

„Lestr­ar­hest­ar lands­ins hafa sam­an­lagt lesið 21.000 klukku­stund­ir, sem jafn­gild­ir 833 dög­um, eða vel yfir tveim­ur árum! Nán­ar má kynna sér lands­leik­inn á vefn­um all­ir­lesa.is þar sem ein­falt er að skrá sig til leiks og lesa til sig­urs.“