Heilsa og vellíðan: Blaut súkkulaðikaka með vanilluís

heilsa_og_vellidanÞessa köku hef ég gert í mörg ár og kemur upprunalega uppskriftin frá cafesigrun.com. Þessi kaka bjargaði mér alveg þegar ég var nýkomin með fæðuóþol og vissi ekkert í hvorn fótin ég ætti að stíga þegar mig langaði í köku.

Eftir að fæðuóþolið mitt versnaði og ég þurfti að skipta yfir í minna unna sætu og sniðganga glúten þurfti ég að breyta uppskriftinni til að geta notið þessarar himnesku köku reglulega. Hér er sú uppskrift og vona ég að fleiri geti notið góðs af henni. Það er heppni ef kakan nær að vera til í 2 daga á þessu heimili, hún klárast alltaf strax enda ótrúlega góð.

blaut súkkulaði kaka heilsa og vellíðanSúkkulaðikakan

  • 80 g döðlur
  • 50 g kasjúhnetur
  • 2 msk möndlusmjör
  • 3 msk kókosolía
  • 2 egg
  • 50 g kókospálmasykur
  • 1 tsk vanilla
  • ¼ tsk salt
  • 70 g möndlumjöl
  • 4 msk kakó
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 20 gr valhnetur
  • 20 gr súkkulaði með kókos og kókossykri
  1. Kveiktu á ofninum og stilltu hann á 180°C við blástur.
  2. Settu döðlur og kasjúhnetur í bleyti í ca. 30 mínútur.
  3. Settu möndlusmjör og kókosolíu í matvinnsluvél eða blandara og láttu blandast vel saman.
  4. Helltu vatninu af döðlunum og kasjúhnetunum og bættu þeim í matvinnsluvélina/blandarann.
  5. Þeyttu egg og kókospálmasykur saman.
  6. Bættu blöndunni úr matvinnsluvélinnni/blandaranum saman við vel þeyttu eggja og kókospálmasykursblönduna. Blandaðu vel saman í hrærivél eða með sleif.
  7. Bættu þurrefnunum saman við.
  8. Skerðu niður súkkulaðið og valhneturnar og bættu út í deigið. Það má sleppa súkkulaðinu og valhnetunum ef þú átt það ekki til.
  9. Settu blönduna í bökunarpappírsklætt bökunarform (mitt er 24 cm á breidd) og settu kökuna inn í ofn í 12-15 mínútur. Kakan á að vera blaut.
  10. Leyfðu kökunni að kólna aðeins og berðu hana svo fram með ferskum jarðaberjum og ís. Hún er samt alveg guðdómleg líka ein og sér.

blaut súkkulaði kaka heilsa og vellíðan3Vanilluís

  • 1 bolli möndlumjólk
  • 2 bollar kókosmjólk
  • 1 tsk vanilla
  • 1/3 bolli hunang
  • 1 tsk sítrónusafi
  • ¼ tsk salt
  1. Blandaðu öllum innihaldsefnum saman í blandara.
  2. Settu blönduna í ísvélina þangað til að blandan verður að mjúkum og fallegum ís.
  3. Settu ísinn í box og í frystinn í ca 1-2 klst.

Anna Guðný
Heilsa og vellíðan