Filmuveiði Fróða: Andlit komið í ljós – myndir

frodi_filmur01Búið er að þurrka tvær spólur af fjórum úr filmuveiði humarveiðiskipsins Fróða á dögunum. Skipverjar komu spólunum í hendur Kvikmyndasafns Íslands og eru starfsmenn safnsins þegar byrjaðir að vinna í fjársjóðnum.

Eins og greint var frá í byrjun vikunnar þá fékk Fróði ÁR-38 heillegar filmur í trollið, sem gætu verið frá síðari heimsstyrjöldinni, þegar báturinn var á humarveiðum á Jökuldýpi.

filmuveidi01Myndefnið á filmunum var farið að leysast upp eftir langa veru í sjónum. Starfsmenn Kvikmyndasafnsins þurftu því að fara frumstæða leið að til að þurka og varðveita efnið sem allra best.

„Undið var ofan af filmuspólunum, sem voru best á sig komnar og filmunni komið fyrir upp á rönd á dagblöðum á gólfi í húsakynnum safnsins án þess að filmuhlutarnir snertust. Með því að losa um filmuna þannig að hún snertist hvergi var hægt að þurrka emúlsjónina (myndefnið) án þess að filman límdist saman.“ Segir á Facebook-síðu Kvikmyndasafns Íslands.

andlit_filmuveidi01Fyrsti rammi myndarinnar hefur litið dagsins ljós og er þar karlmannsandlit en myndina má sjá hér til hægri í fréttinni.

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa máls en Kvikmyndasafn Íslands mun halda áfram að vinna úr myndefninu.

Myndir: Kvikmyndasafn Íslands