Gerir kröfu um tvöföldun Þrengslavegar ef veggjöld verða tekin upp

Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, tekur jákvætt í að veggjöld verði tekin upp um land þar sem tryggt verði að engin þurfi að borga meira en eitthvað ákveðið hámark á ári. Þetta kom fram í viðtali Morgunblaðsins við hann í dag.  

Sem dæmi sagði hann að „ef hver borg­ar ekki meira en því sem einn kaffi latte kost­ar á viku, um sex hundruð krón­ur, þá eru það 31.200 krón­ur.“

„Ef slík fjár­hæð, og jafn­vel þó hún væri eitt­hvað hærri, gæti hjálpað okk­ur að vinna þjóðvega­kerf­inu út úr þessu miðald­ar­ástandi sem nú er og yfir í það að þjón­usta all­an þann fjölda sem not­ar þetta í dag, þá finnst mér til mik­ils unnið,“ sagði Elliði í samtali við Morgunblaðið.

Á Facebook síðu sinni bætti Elliði við að „eitt af lykilatriðinu fyrir okkur hér er að samhliða uppbyggingu á Suðurlandsvegi verði Þrengslavegurinn tvöfaldaður. Ég ætlast til þess að það verði tryggt þegar þingsályktunartillaga verður samþykkt.“