Bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi heimsækja hamingjuna

Mynd tekin á fundi bæjar- og sveitarstjóra í morgun

Í dag og á morgun fer fram árlegur fundur bæjar- og sveitarstjóra á Íslandi.  Alls taka um 60 manns þátt í fundinum og í þetta skipti er vettvangur fundarins Ölfus, Hveragerði og Árborg og hafa þau Elliði, Aldís og Gísli Halldór, bæjarstjórar þessara svæða annast skipulag og undirbúning.

Fundurinn sjálfur hófst nú fyrir skömmu á Hótel Örk í Hveragerði og meðal erinda eru kynning á Rannsóknarsetri um sveitarstjórnarmál sem staðsett er á Laugarvatni, stjórnsýslulegt bolmagn sveitarfélaga í fræðslumálum, áskoranir við sameiningar og ýmislegt fleira

Á morgun verður hópurinn svo í Ölfusi og mun meðal annars heimsækja Algea innovation á Heillisheiði, Icelandic glacial, fiskeldisfyrirtæki við Laxabraut, Hendur í höfn og fleira.